Sumarstarfið er komið af stað og alltaf eitthvað um að vera. Nokkrir leikir á íslandsmótinu eru búnir og koma úrslit þeirra hér. Miðvikudaginn 2. júní spilaði 5. fl við lið Ægis og unnu okkar strákar leikinn  3-1. Fimmtudaginn 4. júní spilaði 4. fl ka við Þrótt R og vann UMFG glæsilegan sigur 4-0. Strákarnir í 4. fl eru nú í æfingaferð í Danmörk og eru búnir að spila tvo leiki þar og vinna báða. Hægt er að fylgjast með ferðasögu þeirra á www.blog.central.is/4_flokkur . Í gær þriðjudag var svo leikur hjá 2.fl kv HSH þær spiluðu við lið Hvatar frá Blönduósi og vann HSH þann leik 5 -1. Það voru þær Birna Karlsd, Birna Kristmundsd, Anna Þóra og Þórkatla sem skorðu fyrir HSH. Veðrið var eitthvað að stríða okkur í leiknum í gær og voru leikmenn blautir og kaldir eftir leikinn og höfðu stelpurnar frá Blönduósi orð á því hvort að það væri alltaf svona veður hér. Næsti leikur UMFG er á föstudag en þá tekur 4.fl kv á móti HK.

UMFG hefur valið krakka til að fara í knattspyrnuskóla KSÍ það verða þau Laufey Lilja og Ingi Björn sem fara þetta árið. Þarna verða æfingar með landsliðsmönnum og landsliðsþjálfurum, farið á leiki og fyrirlestra og margt fleira skemmtilegt gert.

17.júní verðum við með okkar árlega sundmót og Grundar og Kvenár hlaupin verða einnig.

Við ætlum að reyna að vera dugleg við að setja inn fréttir af starfinu okkar í sumar og ef að einhver er með ábendingar þá má koma þeim til skila á netfangið umfg@grundo.is