Ekkert páskafrí verður hjá UMFG. Æfingar verða í næstu viku mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Ekki verða æfingar á skírdag, föstudaginn langa og á annan í páskum.

Árlegt skírdagsmót í blaki verður fimmtudaginn 13.apríl kl 11:00. Mótið er einstaklingsmót og er skráningargjaldið 1500 kr á einstakling. Skráningar verða að berast Önnu Maríu s: 869-6076 eða Nikí s: 438-6954 fyrir kl 20 miðvikudaginn 12.apríl. Dregið verður í lið á staðnum og fær hver leikmaður skorkort og heldur þannig utan um sín stig sjálfur. Verðlaun eru fyrir þrjú efstu sætin.

 

Ágóðinn af mótinu rennur til krakkana í krakkablakinu en þau eru á leið á íslandsmótið í krakkablaki sem fram fer á Akureyri nú í apríl.