Blak-krakkarnir í 4.fl. fóru til Ísafjarðar 23.-25. nóvember til þess að taka þátt í öðrum hluta Íslandsmótsins.

 

Það voru 6 krakkar sem fóru og stóðu sig hreint frábærlega, unnu allar sínar hrynur, nema eina, sem gilda til Íslandsmótsins. Þau eru því efst á mótinu. Þau kepptu síðan við efri riðil stráka á minna móti sem haldið var samhliða Íslandsmótinu og höfnuðu þar í 3. sæti.  Þriðji og síðasti hluti Íslandsmótsins verður haldinn á Akureyri í apríl. 

Krakkarnir þakka UMFG kærlega fyrir stuðninginn!

Fararstjórar og þjálfari þakka krökkunum fyrir frábæra helgi.