Frábær stemning var í íþróttahúsinu í kvöld, fullt hús á báðum leikjum UMFG. Fólk mætti með lúðra og trommur og gengu margir hásir út í nóttina.

 

Karlarnir töpuðu sínum leik gegn Þrótti N en konurnar unnu glæsilegan sigur á Víkings konum.

 

UMFG karlar spila næst á móti UMFT kl 8:00 í Ólafsvík. UMFG konur mæta Dímon kl 11:45 í Ólafsvík. Konurnar eiga góða möguleika á því að sigra 5. deildina og þurfa því á stuðningi okkar að halda. Mætum á pallana í Ólafsvík og hvetjum þær til sigurs.