Aðalfundi UMFG verður fram haldið í kvöld. Aðalfundinum sem haldinn var 17.maí var frestað þegar kom að liðnum kosning stjórnar það sem ekki tókst að manna nýja stjórn. Fundinum er því framhaldið í kvöld kl 20:00 í Samkomuhúsinu. Foreldrar eru hvattir til að mæta og taka þátt í starfi barna sinna.