Mánudaginn 16. júní var haldinn framhaldsstofnfundur fyrir Eyrbyggju, sögumiðstöð, í Krákunni. Á fundinum var rakinn  undirbúningur að stofnun Eyrbyggju, sögumiðstöðvar. Megintilgangur hennar verður almenn fræðsla um sögu Snæfellsness og uppsetning sýninga í húsnæði sem keypt hefur verið fyrir starfsemina að Grundargötu 35.

Vel gengur að safna stofnframlögum sem eru nú liðlega 1,7 millj. kr. auk framlags sveitarfélagsins sem nemur 2 millj. kr. Hægt er að gerast stofnaðili út árið 2003.

Kosið var í fimm manna stjórn sem er skipuð þremur fulltrúum stofnaðila og tveimur fulltrúum tilnefndum af bæjarstjórn Grundarfjarðar. Af hálfu stofnaðila vou kjörin í stjórn þau Gísli Ólafsson, Jóna Björk Ragnarsdóttir og Ágúst Jónsson. Til vara eru Johanna E Van Schalkwyk, Guðjón Elisson og Guðmundur Gíslason.

Af hálfu bæjarstjórnar voru tilnefndir Björn Steinar Pálmason og Ragnar Elbergsson. Til vara eru Sigríður Finsen og Björg Ágústsdóttir.