Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra,  hefur ákveðið að hefja tilraunaverkefni um rekstur framhaldsdeildar á Patreksfirði fyrir nemendur á fyrsta og öðru ári í framhaldsskóla. Deildin verður rekin í nánu samstarfi eða undir stjórn Fjölbrautaskóla Snæfellinga og stuðst við þá reynslu sem þar hefur fengist með því að blanda saman staðbundnu námi og dreifnámi.  FSN mun sjá um stóran hluta kennslunnar og bera ábyrgð á hinum faglega þætti starfseminnar.

 

Skipaður verður þriggja manna starfshópur sem hefur yfirumsjón með verkefninu, en þar munu sitja fulltrúar menntamálaráðuneytis, sveitarfélaganna á sunnanverðum Vestfjörðum og FSN. Ríkisstjórnin mun veita sjö milljónir króna á ári til þessa verkefnis á ári næstu fjögur árin meðan á verkefninu stendur.