Perlan að dæla efni í höfnina
D/S Perla frá Björgun ehf. kom til Grundarfjarðar í morgun. Perla er aðallega notuð til dýpkana, landfyllingar og annarra skyldra verkefna. Skipið ber 300 m³ af efni og getur dælt efni upp af 20 m dýpi. Skipið er 50 m að lengd og verður hér í um það bil hálfan mánuð við vinnu við undirlag vegna landfyllingar við Stóru-bryggju. Um 10 þúsund m³ af efni af hafsbotni fara í verkið.

Eftir að Perlan hefur lokið við verkið tekur Berglín ehf. í Stykkishólmi við og lýkur við landfyllinguna. Verklok eru 1. júní nk.

 

Björgun er frumkvöðull að byggingu bryggju- og strandhverfa hér á landi. Björgun annast einnig landfyllingar og hefur gert íbúða- og atvinnuhverfi frá grunni, þ.e. annast landgerð, skipulag, götur og lagnir og séð um teikningar húsa.  Björgun dælir jarðefnum upp af hafsbotni, m.a. til frekari vinnslu í landi.