Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa sett sér sameiginlega umhverfisstefnu og verið í vottunarferli Green Globe 21. Þar er áhersla lögð á sjálfbæra þróun. Sveitarfélögin settu sér sjálf markmið og er þau að finna í sérstakri framkvæmdaáætlun sem lesa má með því að smella hér.

 

Það er framkvæmdaráð Green Globe, starfsmenn sveitarfélaganna og umhverfisfulltrúi Snæfellinga, sem ráðinn var á síðasta ári, sem framfylgja markmiðum og hrinda í framkvæmd.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur farið yfir markmiðin í tengslum við árlega fjárhagsáætlunargerð og þar að auki fer bæjarráð einu sinni á ári yfir stöðuna. Í febrúar sl. fór bæjarráð yfir stöðuna á framkvæmd markmiðanna. Sú yfirferð var sett upp í Excel skjal og má nálgast hana á vefsíðu bæjarins (forsíða – Green Globe merki). Þar er hægt að skoða markmið sveitarfélaganna, hver er ábyrgðaraðili á framkvæmd hvers atriðis og svo (með rauðu letri) hvernig var staðan á hverju verkefni fyrir sig.