Eins og glöggir vegfarendur hafa tekið eftir eru hafnar framkvæmdir við öryggisaðgerðir á Grundargötu.

Verkið er á vegum vegagerðarinnar og mun hún m.a. sjá um framkvæmdaeftirlit, en verktaki er Dodds ehf. úr Grundarfirði.  Verklok eru 25. september en malbikslögn verður þó frestað þar til á næsta ári.

Á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar hanga uppi teikningar af verkinu í heild sinni og geta áhugasamir kynnt sér framkvæmdirnar þar nánar.