Nú í vikunni á að fara að setja djúpdælu niður í borholuna á Berserkseyri, sem mun dæla upp vatni næstu mánuði, til að sannreyna hver afköst holunnar verða í sekúndulítrum en vonast er til að holan gefi um 25 – 30 ltr/sek.  Til að hægt sé að athafna sig við að koma dælunni niður verður að "kæfa" vatnsrennsli uppúr holunni, enda rennur nú uppúr henni um 5 sekúndulítrar af 75 gráðu heitu vatni.

Þetta er gert með svokölluðum saltpækli, sem dælt er niður í holuna og við það mun rennsli uppúr henni stöðvast tímabundið.