Stækkun og framkvæmdir við Leikskólann Sólvelli ganga vel. Húsið er nánast fullbúið að utan. Að innan er búið að leggja í gólf og setja upp flesta milliveggi, ásamt tilheyrandi rafmagns- og pípulögnum. Verið að sparsla og mála veggi að innan en allir innveggir í húsinu eru gifsklæddir. Á meðfylgjandi mynd er Grétar Höskuldsson að sparsla.

Þann 1. apríl næstkomandi verður byrjað á endurbótum músadeildar og eldhúss í gamla hluta leikskólans og mun starfsemi leikskólans þá að hluta til flytjast yfir í Samkomuhúsið og verða þar, þar til 1. júlí þegar framkvæmdum við leikskólann á að vera lokið.