Framlengdur skilafrestur tilboða!

 

ÓLAFSBRAUT 62-64

 

Verkís hf., fyrir hönd Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir vegna byggingar 5 íbúða, ásamt starfsmannaaðstöðu, búsetuþjónustukjarna fatlaðs fólks við Ólafsbraut 62-64, Ólafsvík

 

Verkið nær til fullnaðarfrágangs alls verksins. Verktaki skal steypa grunn, reisa hús, innrétta, ganga frá utanhúss sem og innan og fullgera húsið samkvæmt útboðsgögnum.

 

Nokkrar magntölur:

- Flatarmál húss:         441 m²       1370 m3

- Þak og botnplata        357 m3

 

 

Verktaki tekur við byggingarsvæði í núverandi ástandi. Búið er að fylla undir undirstöður, fylla í bílastæði og girða athafnarsvæði og setja upp hlið inn á vinnusvæðið.

 

Verklok á heildarverki eru 30. ágúst 2021, útboðsgögn verða afhent á stafrænu formi með því að senda tölvupóst á netfangið anmt@verkis.is þar sem fram kemur heiti verks, nafn bjóðanda, netfang og símanúmer tengiliðs bjóðanda.

 

Tilboðum skal skila rafrænt á netfangið anmt@verkis.is fyrir kl.13.00, 15. maí 2020. Tilboð verða opnuð á fjarfundi kl. 13.30, sama dag,  15. maí 2020.

 

Félags-og skólaþjónusta Snæfellinga og Verkís

 

Sjá eldri frétt.

https://www.grundarfjordur.is/is/frettir-og-tilkynningar/opid-utbod-vegna-nybyggingar-busetukjarni-i-olafsvik-fyrir-ibua-med-fotlun