Allir með hreinar lóðir fyrir 17. júní

 

Ákveðið hefur verið að framlengja hreinsunardagana til 15. júní n.k.  Það er gert til þess að engir sem þurfa að losna við ónýta muni og annað drasl, missi af tækifæri til þess að það verði sótt þeim að kostnaðarlausu heim að lóðarmörkum.  Áhaldahúsið mun á þessum tíma fram að 17. júní sækja dót og drasl heim að lóðarmörkum.  Hafið samband við bæjarverkstjórann í síma 691-4343.

 

Opið er alla virka daga í gámastöðinni frá kl. 16.30 - kl. 18.00.

 

Drífum í að hreinsa allt drasl í burtu fyrir 17. júní.

 

Markmiðið er að Grundarfjörður verði til fyrirmyndar í umgengni og allir þurfa að leggja sitt af mörkum.

 

Heilbrigðisfulltrúi Vesturlands og skipulags- og byggingafulltrúi Grundarfjarðar fóru um Grundarfjarðarbæ fyrir nokkrum dögum og tóku myndir og skrifuðu punkta hjá sér um drasl og fleira við athafnasvæði og á lóðum fyrirtækja.  Þeir sem í hlut eiga mega eiga von á bréfi frá þessum embættum um málið innan tíðar.  Nú er um að gera að vera á undan með tiltektina þannig að þessi embætti þurfi ekkert að aðhafast frekar.

 

Bæjarstjóri.