Haldinn verður opinn kynningarfundur fyrir íbúa í Samkomuhúsinu, þriðjudaginn þann 12. september nk. vegna fyrirhugaðra gatnaframkvæmda á miðbæjarsvæðinu, Hrannarstíg, Borgarbraut, Sæbóli, Sólvöllum og víðar í bænum.

Á fundinum verður farið yfir stefnu bæjarins um þróun miðbæjarreits, gönguvænan Grundarfjörð og vistvænar fráveitulausnir (blágræna innviði). Björg bæjarstjóri, Kristín sviðsstjóri og skipulagsfulltrúi og Halldóra Hreggviðsdóttir, ráðgjafi munu fara yfir stefnu bæjarins, hugmyndafræði, skipulag, hönnun og drög að tímaáætlun fyrir fyrirhugaðar framkvæmdir.

Að því búnu verður sest niður við umræðuborð þar sem rædd verða málin fyrir hvern götureit.

Fundurinn hefst kl. 16.30.