Í tengslum við ákvörðun sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi um að leita eftir vottun  frá umhverfisvottunarsamtökunum Green Globe 21 fer nú fram vinna að stefnumótun um framtíðarsýn í ferðaþjónustu á Snæfellsnesi.

Leitað er eftir tillögum og hugmyndim um allt það sem snýr að ferðaþjónustu á Snæfellsnesi. Boðið verður upp kaffi á fundunum sem verður í Grundarfirði Fimmtudaginn  20. nóvember í Samkomhúsinu Grundarfirði.
Stjórnandi: Ragnhildur Helga Jónsdóttir, UMÍS ehf. Environice, Borgarnesi

FUNDURINN HEFST KL. 20:30

Leitað er til íbúa allra sveitarfélaganna um að taka þátt í þessari vinnu með því að mæta á íbúafundi í sínu sveitarfélagi og tjá sig um hugmyndir sínar og skoðanir um ferðaþjónustu. Ferðaþjónusta snertir flestar greinar atvinnulífsins á Snæfellsnesi á einn eða annan hátt og því er mikilvægt að heyra frá sem flestum úr hópi íbúa. Mætið endilega og látið skoðanir ykkar í ljóst ÁÐUR en stefnumótunin er endanlega unnin, svo hægt sé að taka tillit til þeirra.

 

Fjallað verður um eftirtalda málaflokka í framtíðarsýn ferðaþjónustu á Snæfellsnesi:

 

  1. Ímynd og sérstöðu Snæfellsness
  2. Umhverfismál
  3. Gæða- og öryggismál
  4. Menntun í ferðaþjónustu
  5. Samgöngumál
  6. Byggðamál
  7. Skipulagferðamála
  8. Rekstrarumhverfi
  9. Markaðssetningu Snæfellsness