Björn Steinar Pálmason, Marc Bouteiller og Þórður Magnússon
Í síðustu viku kom sendiherra Frakklands í heimsókn til Grundarfjarðar. Í heimsókninni kynnti hann sér sveitarfélagið og starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja og fjölbrautaskólans.

Vinabæjartengsl eru á milli Grundarfjarðar og Paimpol á Bretagne skaga í Frakklandi sem Frakkar hafa ávallt sýnt mikinn áhuga. Heimsókn sendiherrans var einkar ánægjuleg og styrkir enn frekar vaxandi tengsl við franska vini okkar.