Grundapol, vinabæjarfélag Paimpol og Grundarfjarðar, býður ykkur velkomin á franskt kaffihúsakvöld.

 

Í fyrra vor fór kirkjukórinn í eftirminnilega ferð til Frakklands, meðal annars Paimpol.

 

Þriðjudaginn 12. febrúar, kl. 20, eru allir Grundfirðingar og áhugamenn velkomnir að koma í samkomuhúsið, skoða myndir og heyra meira um ferð kirkjukórsins og um vinabæ okkar, Paimpol.

Veitingar í boði.

 

Vonumst til að sjá sem flesta!

 

Stjórn Grundapol