Frárennslislagnir við Sæból hafa nú verið hreinsaðar, fræstar og fóðraðar en því verki lauk í gær. Starfsmenn fyrirtækisins Hreinsitækni ehf. komu hingað til Grundarfjarðar síðastliðinn vetur til að skoða lagnirnar og kom þá í ljós töluvert slit.

 

Síðastliðinn vetur komu hingað til Grundarfjarðar starfsmenn frá fyrirtækinu Hreinsitækni til að skoða frárennslislagnir í Sæbóli. Þar kom fram að töluvert slit væri komið í lagnirnar og tími kominn á lagfæringar. Valin var sú leið að hreinsa, fræsa og fóðra allar lagnir í götunni og er því verki nú lokið. Þessar aðgerðir munu bæta mjög rennsli í lögnum og reiknað er með að frárennslismálum Sæbólsins sé nú borgið næstu áratugina.

 

Einnig er verið að skoða frárennslislagnir við leikskólann Sólvelli og víðar í bænum þar sem talin er þörf á að ráðast í endurnýjun á lögnum.