Háskólar landsins standa að kynningu á háskólanámi í Fjölbrautarskóla Snæfellinga, Grundarfirði, fimmtudaginn 19. mars milli klukkan 13 og 14:30. „Fulltrúar háskólanna verða á staðnum á þessum tíma, svara öllum mögulegum og ómögulegum spurningum, útskýra nýjungar í náminu og gefa gott lesefni,” segir Anna Dröfn Ágústsdóttir, verkefnastjóri Háskóladagsins.

„Við hvetjum alla, ekki bara framhaldsskólanema, til þess að mæta og kynna sér það háskólanám sem er í boði á Íslandi í dag,” segir Anna Dröfn „Það er alltaf verið að kynna nýjar námsleiðir og margt spennandi í boði í ár eins og alltaf. Meðal nýjunga er byltingafræði, upplýsingastjórnun og vestnorræn fræði. Háskólar landsins bjóða samtals upp á yfir 500 námsleiðir. Það eru því margir möguleikar í boði sem eru vel þess virði að kynna sér.“ 

Háskóladagurinn er haldinn í ellefta skipti í ár. Heimasíða Háskóladagsins er www.haskoladagurinn.is

Hér er facebooksíða Háskóladagsins

https://www.facebook.com/pages/Háskóladagurinn/232071306869668?ref=bookmarks