Í gær, miðvikudaginn 12. september, var haldinn blaðamannafundur þar sem fjórir ráðherrar kynntu mótvægisaðgerðir af hálfu ríkisins vegna skerðingar á þorskveiðiheimildum.  Fréttatilkynningin er hér í heild.  Enn er beðið eftir tillögum sem koma eitthvað beint við Grundarfjörð.  Það virðist ekki hafa unnist tími til þess að fara yfir tillögur bæjarstjórnarinnar sem komu inn á mörg hagnýt svið.  Við hljótum að frétta eitthvað meira innan tíðar.