Frá borsvæði, mánudaginn 4. apríl sl.

 

Bormenn frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða eru búnir að bora 430 metra. Borun gengur hægt þessa stundina vegna þess að bergið er mjög hart. Kristján Sæmundsson, sérfræðingur hjá Orkustofnun, telur borunina ganga eðlilega miðað við berglög á svæðinu. Borinn er kominn í gegnum fyrri æðina og hefur rennslið verið stöðvað og er köldu vatni dælt ofan í holuna til þess að auðveldara sé að ná sandinum upp. 

Bormenn eru fjórir á svæðinu og vinna þeir tveir og tveir saman á vöktum en borað er allan sólarhringinn.

Hermann bormaður og Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri við holuna