Hjá krökkunum í frjálsum hefur ýmislegt verið á döfinni, t.d. samæfing í frjálsum sem haldin var í Grundarfirðii ásamt því að krakkar héðan fóru á Meistarmót Íslands  í fjálsum fyrir 15-22 ára.

Frjálsíþróttadeild HSH hélt samfæingu í Grundarfirði 25. janúar.  Á þá æfingu mættu tæp 20 k rakkar á aldrinum 11-16 ára og voru það langflest frá UMFG en vont veður setti strik í reikninginn að þáttakan yrði meiri.  Vonum að þessi  ágæta samvinnia haldi áfram.   Þann 2-3 feb. var haldið Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir aldurinn 15-22 ára.  Á það mót fóru fyrir hönd UMFG  þrjár stúlkur, þær Steinunn Júlía Víðisdóttir, Sonja Sigurðardóttir og Alexandra Geraimova en ásamt þeim fór Páll Grétarsson úr Snæfelli.  Steinnunn Júlía bætti sinn árangur, Sonja varð fyrir því óhappi að togna í upphitun og náði því ekki  sínum besta árangri, Alexöndru gekk ágætlega á sínu fyrsta móti utan héraðs.  Páll sem keppti bæði í langstökki,  800 m hlaupi og 60 m hlaupi náði góðum árangri í sínum greinum.