Dýpkunarskipið Sóley losar efni föstudaginn 25. september 2020.
Dýpkunarskipið Sóley losar efni föstudaginn 25. september 2020.
 
 
 
Dýpkunarskipið Sóley er byrjað að dýpka við Norðurgarð.
 
Taka þarf um 6500 rúmmetra af efni utan við nýjan viðlegukant. Hreinsunin er hluti af framkvæmd við lengingu Norðurgarðs Grundarfjarðarhafnar. 
Efninu er dælt innfyrir garð neðan við olíutanka til landfyllingar. Á hinu nýja landi á að koma vegur sem liggur frá Norðurgarði og tengist Framnesinu og léttir þar með umferð á Nesveginum og Sólvöllum.