Í morgun komu tvö skip með sama nafni í höfn á svipuðum  tíma, annarsvegar nýtt skip Guðmundar Runólfssonar HF, Hringur SH 153 til Vestmannaeyja frá Póllandi þar sem hann hefur verið í breytingum og svo Hringur SH 535 til Grundarfjarðar til löndunar úr sinni næstsíðustu veiðiferð. Með þessari löndun Hrings, sem var með 70 tonn,  fór landaður afli í Grundarfjarðarhöfn yfir 20.000 tonn .

HG

 

Hringur SH 153 við komuna í Vestmannaeyjum