Það byrjaði ekki vel tímabilið hjá 3. fl kv, þær mættu liði Keflavíkur á laugardaginn og töpuðu 1-11. Það var eins og helmingurinn af lið UMFG væri bara ekki á staðnum og því fór sem fór. Stelpurnar og þjálfari eru þó ákveðin í því að gleyma þessum leik og mæta ákveðin til leiks á móti GVR á miðvikudag.

 

4.fl ka fékk lið BÍ í heimsókn og endaði leikurinn 3-3. Strákarnir okkar voru eitthvað slappir í fyrri hálfleik en þegar um 10 mín voru eftir af leiknum spýttu þeir í lófana, skoruðu tvö mörk og náðu að jafna. Það voru þeir Sigurgeir, Brynjar og Guðmundur sem skoruðu fyrir UMFG.

 

Eitthvað fór jafnteflið illa í liðsmenn BÍ og hafa þeir aðilar sem sáu um leikinn fyrir UMFG, aldrei orðið vitni af annarri eins framkomu og liðsmenn BÍ sýndu eftir leikinn.

 

Sameiginlegt lið UMFG, Snæfells og Víkings/Reynis lék fyrsta leik sumarsins á móti Þrótti R. Leikurinn fór þannig að Þróttarar unnu 7-0.  KSÍ breytti í síðustu viku mótinu hjá 3.fl ka og bætti við einni umferð, þá kom í ljós að Ragnar Már hafði ekki nægan tíma til þess að vera þjálfari liðsins, vegna anna með mfl. Víkings Ó. Nýr þjálfari 3.fl ka HSH er því Kári Viðarsson.

 

Á miðvikudaginn tekur 3. fl ka HSH  á móti liði Aftureldingar og verður leikurinn í Ólafsvík, 4. fl kv spilar við Þrótt R í Reykjavík og 3. fl kv fer og spilar í Garðinum.

 

Fimmtudaginn 23.júní er héraðsmót HSH í sundi, það eru 16 keppendur búnir að skrá sig í lið UMFG og hvetjum við fólk til þess að fjölmenna í Hólminn og fylgjast með mótinu, mótið byrjar kl 18.