Mynd Olga Sædís Aðalsteinsdóttir

 

Spjallarinn mun hafa hægt um sig á næstunni. Þar sem Covid 19 er vaxandi þá þykir okkur ekki öruggt að koma saman, en Spjallarinn átti sína fyrstu stund með þorpurum og gestum í júní 2020. 

Viðburðurinn Spjallarinn var síðan á hverju fimmtudagskvöldi þangað til um haustið, þegar önnur Covid bylgja skall á landinu.

Við viljum vekja athygli á Molakaffi að morgni sem er á hverjum miðvikudagsmorgni frá klukkan 9 í Sögumiðstöðinni. Þar er gott pláss til að hittast en samt halda fjarlægðarmörkum.

það er Grundarfjarðarbær í samstarfi við Félag eldri borgara og Grundarfjarðardeild RKÍ sem bjóða í MOLAKAFFI AÐ MORGNI. Þessi hittingur er tilvalinn fyrir eldri íbúa og þau sem hafa sótt Vinahúsið – en annars eru allir hjartanlega velkomnir.

Sjáumst í kaffispjalli á miðvikudagsmorgnum!