Hér fyrir neðan er smá pistill frá stjórn Ungmennafélagsins þar sem við förum aðeins yfir það sem við erum búin að vera að gera það sem af er árinu 2005 og einnig það sem er fram undan hjá okkur s.s páskaeggja BINGÓ en fyrir páskana í fyrra vorum við með slíkt BINGÓ og vakti það mikla lukku og var mætingin á það margfalt meiri en við bjuggumst við.

Árið byrjaði á því að fótboltakrakkarnir tóku þátt á íslandsmótinu innanhúss. 8.janúar fór 5.fl karla í Laugardalshöllina.

Strákarnir eru það fáir að þeir fengu liðstyrk frá liðunum hér á nesinu. Liðið lenti í neðsta sæti riðilsins en þetta var í fyrsta sinn sem þessir krakkar taka þátt. Þann 15.janúar fór 4.flokkur karla á Selfoss og enduðu þeir í 2 sæti í sínum riðli. 16.janúar spilaði svo 3.fl karla í Grafarvoginum og enduðu í 1 til 2 sæti í riðlinum en komust ekki áfram sökum lakara markahlutfalls og voru strákarnir frekar svekktir með það. 22.janúar var komið að stelpunum í 5.fl. UMFG var umsjónaraðili mótsins og var það haldið í Ólafsvík þar sem húsið okkar er of lítið fyrir svona mót. Mótið átti reyndar að vera 15. janúar en þá komust Reykjavíkur liðin ekki vestur sökum veðurs skrítið þar sem hér var nánast blíða og 3. fl karla komst í sína leiki í Reykjavík. Stelpunum gekk ágætlega voru reyndar bara 7 og þar lá aðalmunurinn við höfðum ekki jafn breiðan hóp og hin félöginn en þær enduðu með 2 stig sem er alveg ágætt en auðvitað viljum við alltaf meira. 23.janúar var komið að 4.fl kv og 3.fl kv 4.fl kv spilaði í Fylkishöllinni og enduðu í 2. sæti í riðlinum 3.fl kv spilaði seinna um daginn í Víkinni þær enduðu í neðsta sæti riðilsins en stóði sig samt vel og börðust vel en hin liðin voru bara mikli sterkari. Nokkrar stelpur í 4.fl spiluðu með lið Snæfells 8.janúar og urðu þær í 3.sæti í sínum riðli. Við getum ekki annað en verið sátt við árangurinn á ísl.mótunum innanhúss krakkarnir stóðu sig frábærlega vel og voru ánægð.

29.janúar var héraðsmót yngri flokkana hér í Grundarfirði og tókst það með ágætum. Foreldrar sáu um að það væri sjoppa á staðnum og náðu að safna smá upphæð fyrir flokkana.

4. og 3. fl fóru svo á héraðsmót 6.febrúar hjá eldri flokkunum er keppt um héraðsmeistaratitil og er eitt mót eftir þar. Ég held að liðin okkar standi bara vel í þeirri baráttu en lokamótið þar er 10.apríl. Tvívegis er búið að fresta héraðsmótinu í frjálsum og nú á að halda það 17.apríl. nokkrir frjálsíþrótta krakkar eru á leiðinni á Meistaramót Íslands núna um helgina og megum við vænta góðs árangurs þar.

Blak konurnar eru búnar að fara á nokkur mót og hefur þeim gengið vel núna um næstu helgi fara þær með 2 eða 3 lið á Snæfellsbæjarmótið.

Það sem er framundan hjá okkur ber fyrst að nefna páskaeggja bingó en við vorum með þannig í fyrra og tókst það mjög vel og er ætlunin að reyna aftur núna fyrir páska. Það er verið að vinna í því að fá hingað landsliðsþjálfara kvenna ásamt nokkrum leikmönnum ísl.landsliðsins. Þetta gerum við í samstarfi við hin félögin hér á nesinu og verður haldin kvennaknattspyrnu dagur í Stykkishólmi núna í mars. Stelpurnar í kvennaboltanum eru svo á leið í æfingaferð til Reykjavíkur. Héraðsþing HSH verður í Stykkishólmi 5. mars og þurfum við að koma með 7 fulltrúa þangað.

Við viljum minna ykkur á getraunastarf félagsins en knattspyrnuráð karla hefur tekið að sér að sjá um það og eru þeir með opið hús á hverjum laugardegi frá 10 til 12:30 og hafa borist þaðan fréttir af miklu stuði á laugardagsmorgnum.

Að lokum langar okkur að segja ykkur litla sögu sem sýnir okkur hver munurinn er á því að vera frá Grundarfirði eða Reykjavík. Þegar búið var að raða niður leikdögum á íslandsmótinu hjá KSÍ kom í ljós að 4.fl kvenna átti leik í Fylkishöllinni kl 9:00 á laugardagmorgni. UMFG átti að sjá um 5.fl kv og var ákveðið að mótið yrði í Ólafsvík og fyrsti leikur skyldi byrja kl 9:00. Það leið ekki langur tími frá  því að við sendum KSÍ bréf um það hvenær mótið hjá okkur ætti að byrja ,þangað til svar barst frá KSÍ og í því stóð “hvað þurfa þá liðin að leggja af stað um kl. 06.00 frá Rvík ? held að það gangi ekki upp...” engin athugasemd var um það að við þyrftum að leggja af stað á sama tíma til Reykjavíkur. Þetta sannar kannski það sem okkur hefur grunað að það sé ekki jafn langt til og frá Grundarfirð.

                                           Stjórn UMFG