Frí verður á æfingum hjá UMFG þar til eftir Pæju og Króksmót.

Smá undantekning verður þó því það er samæfing í frjálsum þriðjudaginn 31. júlí og stelpurnar í 3. fl kv eiga að mæta á æfingu 7. ágúst.

Við minnum einnig á dósasöfnun þriðjudaginn 31.ágúst en þá eiga allir að mæta og mamma og pabbi einnig velkomin. Mæting hjá Ragnari og Ásgeiri kl 18:00.

UMFG þakkar foreldrum og iðkendum fyrir aðstoðina um helgina en mikið var að gera hjá félaginu. Félagið sá um dyravörslu fyrir Grundarfjarðarbæ og var með sölutjald opið á nóttu sem degi. Helgin hjá okkur gekk vel og hefði það ekki verið hægt án ykkar.

                            Stjórn UMFG