Franska listakonan Josée Conan frá Paimpol, vinabæ Grundarfjarðarbæjar, hefur verið við störf í Grunnskóla Grundarfjarðar undanfarna viku. Josée vinnur myndir sínar úr fiskum og hefur vakið mikla athygli við störf sín í grunnskólanum enda notar hún mjög sérstaka aðferð við listsköpunina.

 

Josée var í Grundarfirði í vikutíma og var virkilega ánægð með móttökurnar og aðstöðuna sem hún fékk til vinnu sinnar í grunnskólanum. Um sjómannadagshelgina verður svo opnuð sýning á verkum hennar í Sögumiðstöðinni og verður sýningin uppi í rúmar tvær vikur.