Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi auglýstu fyrir nokkru eftir tilnefningum um einstaklinga sem eru þess verðir að hljóta sæmdarheitið frumkvöðull ársins 2005 á Vesturlandi.

 

Leitað er að einstaklingi sem hefur skarað fram úr í þróun nýrrar þjónustu, vöru eða viðburða í landshlutanum, í einstökum sveitarfélögum eða á stærra svæði s.s. á Vesturlandi.

Dómnefnd velur úr innsendum tilnefningum og horfir til eftirfarandi þátta:

 

1)      nýjabrum á svæðinu: nýnæmi í framkvæmdum, atvinnulífi eða félagslífi.

2)      framfarir, hversu mikið framfaraskref er um að ræða fyrir viðkomandi sveitarfélag/svæði.

3)      Áræði: hversu mikið áræði og fyrirhyggju þurfti til að gera verk úr hugmyndinni.

 

Tilnefningar þarf að rökstyðja með fáeinum orðum og þurfa að hafa borist fyrir mánudaginn 10. apríl n.k. og má senda á netfangið frumkvodull2005@ssv.is  

 

Sjá upphaflegu auglýsinguna