Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi leita eftir tilnefningum á einstaklingum sem eru þess verðir að hljóta sæmdarheitið; "Frumkvöðull Vesturlands 2006".

Leitað er að einstaklingi sem skarað hefur fram úr í þróun nýrrar þjónustu, vöru eða viðburða í landshlutanum. Tilnefningar berist til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi eða með tölvupósti á netfangið frumkvodull@ssv.is  Tilnefningarnar þarf að rökstyðja með fáeinum orðum.

Dugnaður og frumkvæði eru mikilvægir eiginleikar í sérhverju samfélagi, ekki síst í smáum samfélögum. Þessir eiginleikar jafnvel fárra einstaklinga geta skipt sköpum um það hversu lífvænlegt er að búa í litlu samfélagi í dreifbýlinu.

Dómnefnd mun velja úr innsendum tilnefningum. Það sem dómnefnd mun einkum horfa til er eftirfarandi:

 

*    Nýjabrum á svæðinu

*    Nýnæmi í framkvæmdum, atvinnulífi eða félagslífi.

*    Framfarir. Hversu mikið framfaraskref er um að ræða fyrir landshlutann.

*    Áræðni. Hversu mikið áræðni og fyrirhyggju þurfti til að gera verk úr hugmyndinni.

 

(Svæði getur náð yfir allt Vesturland eða viðkomandi sveitarfélag, allt eftir eðli starfseminar og verður að meta það í hverju tilfelli fyrir sig. )

 

Tilnefningar þurfa að berast

fyrir 15.mars 2007.