- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Laugardaginn 18. nóvember, kl. 21 verður frumsýnd heimildarmynd sem listamaðurinn Örn Ingi hefur gert um hátíðina Á góðri stund 2006. Sýningin verður í samkomuhúsinu og er öllum bæjarbúum boðið. Bíó-veitingar í boði!
Endursýning verður á sunnudag kl. 15.
Örn Ingi hefur gert tvær heimildarmyndir um bæjarhátíðina Á góðri stund árin 2004, 2005 og 2006. Fyrri heimildarmyndin er um hátíðirnar 2004 og 2005 og sú seinni um hátiðina 2006. Á sýningunum í samkomuhúsinu verður sýnd myndin um hátíðina 2006. Sýningartími hennar er um 80 mínútur.
Fyrir og eftir sýningu verða myndirnar til sölu og kosta þær saman aðeins 3.500 kr.