Í Kastljósþætti RÚV í kvöld, 4. janúar, var dregið í fyrri umferð spurningakeppni framhaldsskólanna 2005 - Gettu betur.

Fjölbrautaskóli Snæfellinga er nýr keppandi í þessari vinsælu keppni og dróst hann á móti Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.

Keppninni verður útvarpað beint á Rás 2 í næstu viku, frá mánudagskvöldi 10. janúar til föstudagskvölds 14. janúar. Keppni FSN og Flensborgar fer fram síðasta kvöldið kl. 20 og verður spennandi að fylgjast með liði FSN í fyrsta sinn í slíkri keppni.