Troðfullt var í Sögumiðstöðinni á sýningu heimildarmyndar Daggar Mósesdóttur um Maríu Runólfsdóttur sem var ættleidd frá Grænhöfðaeyjum tveggja ára gömul. María fór svo aftur, ásamt Dögg, til Grænhöfðaeyja rúmum 20 árum síðar til þess að hitta ættingja sína. Þetta er mynd sem óhætt er að mæla með.

 

Fullur salur á sýningu "Sodade"
 

Þeir sem misstu af myndinni hafa tækifæri til að sjá hana mánudaginn 1. nóvember kl. 21:00 í Sögumiðstöðinni. Aðgangur er ókeypis.