Fundur var haldinn í forvarnahópi í dag, nokkurs konar framhaldsfundur frá fundinum sem var 4. mars (sjá bæjardagbók 6. mars).

Rætt var um frekari útfærslur á þeim ákvörðunum sem teknar voru á síðasta fundi hópsins, þ.e. að halda málþing fyrir unglinga í Grundarfirði og að halda opinn fund fyrir foreldra og aðra áhugamenn um forvarnir í sveitarfélaginu. Munu sérstakar framkvæmdanefndir vinna að frekari skipulagningu á næstu vikum.

Ákveðið var að stefna að því að halda málþing unglinganna kl. 19.30 þann 9. apríl næstkomandi og opna fundinn fyrir foreldra og fleiri, þann 24. apríl kl. 17.00.