Fleiri skemmtiferðaskip í Grundarfjörð

Fundur í kvöld

Hafnarstjóri Grundarfjarðarhafnar boðar til opins fundar í kvöld, 12. mars, kl. 20.00 á Hótel Framnesi um áform hafnaryfirvalda um átak til að fá aukinn fjölda skemmtiferðaskipa í Grundarfjarðarhöfn.

Ætlunin er að draga fram upplýsingar á einn stað um aðstöðu og hvernig megi stilla saman strengi um afþreyingu sem í boði er fyrir gesti og áhafnir skemmtiferðaskipa.

Allir áhugasamir hvattir til að mæta, ekki síst þeir sem standa að verslun og þjónustu eða geta boðið upp á einhvers konar afþreyingu (menning, íþróttir, annað).

Sjá nánar bæjardagbók 28. febrúar 2003 á vefnum www.grundarfjordur.is