Bæjarstjóri, forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs áttu fund í morgun með talsmönnum Landsbanka Íslands hf. vegna ákvörðunar bankans um að loka útibúinu í Grundarfirði.

Á fundinum var talsmönnum bankans gerð grein fyrir alvarleika þessarar ákvörðunar, bæði fyrir bankann og samfélagið.

Bæjarráð Grundarfjarðar mun funda um málið í dag og senda frá sér ályktun.