Milli jóla og nýárs bauð bæjarstjórn Grundfirðingum sem stunda nám í háskólum eða framhaldsnám til starfsréttinda, til spjalls í Samkomuhúsinu. Fyrir ári síðan var sambærilegur fundur haldinn sem tókst afskaplega vel.

Mæting á fundinn var ekki eins góð og í fyrra en á fundinum sköpuðust líflegar umræður sem snerust aðallega um að leita að möguleikum og skapa ný sóknarfæri.  Eins og ávallt er bæjarstjórn tilbúin að veita stuðning eftir því sem hægt er, en frumkvæði er hjá nemendunum sjálfum.

Bæjarstjórn er sannfærð um að þessi samræða eigi eftir að skila jákvæðri gerjun og árangri.