Knúið hefur verið á um það, að þingmenn Norðvesturkjördæmis komi til fundar við bæjarfulltrúa og bæjarstjóra Grundarfjarðarbæjar vegna þess hvernig byggðarlagið var haft útundan í ákvörðunum ríkisstjórnarinnar um mótvægisaðgerðir vegna skerðingar á þorskveiðiheimildum.  Stefnt er að því að slíkur fundur verði á morgun, fimmtudaginn 20. september kl. 09.00, í Hótel Hamri í Borgarbyggð.  Fundurinn verður haldinn þar vegna þess að þar verður aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi haldinn og hefst hann kl. 10.00.  Á fundi SSV verður einnig fjallað um kvótaskerðinguna.