Á fundum bæjarstjórnar með fulltrúum fyrirtækja í ferðaþjónustu, seinnihluta apríl sl., kom fram mikill áhugi á frekara samtali milli ferðaþjónustuaðila og ósk um að bærinn kæmi að því. Í upphafi ársins voru einnig í undirbúningi hjá bænum fundir með svipað upplegg og fundir sem haldnir voru með ferðaþjónustuaðilum snemma vors 2019. 

Boðað er til fundar í Samkomuhúsinu föstudaginn 15. maí nk. kl. 11:00-12:15.

Drög að dagskrá: 

  • Upplýsingagjöf, nýr bæjarvefur og útgáfa 2020
  • Framkvæmdir bæjarins og áherslur 2020 
  • Þjónusta og starfsemi fyrirtækja sumarið 2020 
  • Hvað er mikilvægast, inní næstu vikur og mánuði? 

Ef áhugi er fyrir því, stefnum við að fleiri stuttum fundum, um afmörkuð efni, á næstunni.

Verið öll velkomin, sem komið að þjónustu/ferðaþjónustu og hafið áhuga!

Bæjarstjóri