Fimmtudaginn 30. apríl kl. 20:00 verður fundur í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði. Þar munu valinkunnir aðilar kynna möguleika í fuglaskoðunarferðamennsku.

Dagskráin er sem hér segir:

-Staða verkefnis og aðkoma Útflutningsráðs - Björn Reynisson

-Fuglaskoðun á Vesturlandi - möguleikar - Jóhann Óli Hilmarsson
-Innsýn söluaðila í verkefnið - Hrafn Svavarsson Gavia Travel
-Innsýn feraðþjónustuaðila á Vesturlandi - Pétur Ágústsson Sæferðum
-Umræður

Fundurinn er framhald á fundi sem Útflutningsráð hélt fyrr í vetur og markmiðið er að stofna Landssamband aðila í fuglaskoðunarferðamennsku og mun fulltrúi Vesturlands í stjórn þeirra verða valinn á fundinum.

Stefnt er að því að fundinum ljúki kl. 22:00