Þriðjudagskvöldið 28. október s.l. stóð íþrótta- og tómstundanefnd fyrir fundi undir yfirskriftinni ,,Vitið þið hvað unglingarnir gera eftir skóla?” Tilgangur fundarins var að kynna fyrir foreldrum þá félagsstarfsemi sem unglingum í Grundarfirði stendur til boða. Erindi voru flutt frá UMFG; Pjakki, unglingadeild björgunarsveitarinnar, Tilveru, Félagsmiðstöðinni Eden, KFUM & K og kynntur var nýstofnaður skátahópur. Á fundinum kom fram að unglingar á grunnskólaldri geta haft nóg fyrir stafni en í vetur geta þau sótt félagsstarfsemi af einhverju tagi 6 kvöld vikunnar og er þá ótalið allt íþróttastarf UMFG. Fundurinn var vel sóttur bæði af foreldrum og unglingunum sjálfum. Almennar umræður sköpuðust að erindaflutningi loknum.