Nefnd um mótun fjölskyldustefnu boðar til opins fundar í samkomuhúsinu miðvikudaginn 30. nóvember n.k. kl. 20.00

 

Í gangi er vinna við mótun fjölskyldustefnu Grundfirðinga. Ætlunin er að fá að þeirri vinnu stofnanir í bænum, hagsmunaaðila og sem flesta íbúa. Fyrsta skrefið í vinnu með íbúum og hagsmunaaðilum er þessi fundur, þar sem leitað verður eftir því sem helst brennur á íbúum varðandi málefni fjölskyldunnar. Reynt verður að draga fram áherslur og forgangsraða.

 

Fundinum stýrir Sigurborg Kr. Hannesdóttir frá Alta, sem jafnframt er starfsmaður nefndar um mótun fjölskyldustefnu. Fundurinn verður með því sniði að þátttakendur þurfa ekki að taka til máls til að segja skoðun sína, heldur verður hægt að skrifa skilaboð á gula miða sem unnið verður með.

 

DAGSKRÁ

-          Hvað er það sem helst brennur á íbúum varðandi málefni fjölskyldunnar?

-          Hverjar eiga að vera megináherslur í fjölskyldustefnu?

-          Hvernig á að forgangsraða verkefnum?

 

Nefndin mun svo vinna úr niðurstöðum fundarins, ásamt fleiri gögnum, og skipa vinnuhópa til áframhaldandi starfs um einstök atriði.

 

Fundurinn er öllum opinn – fjölmennum!

 

Nefnd um mótun fjölskyldustefnu