Sveitarstjórnarmenn úr öllum sveitarfélögunum í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu komu saman til fundar í Grundarfirði í gærkvöldi, þar sem umræðuefnið var möguleg aukin samvinna sveitarfélaganna og jafnvel sameining þeirra. Það var héraðsráð Snæfellinga sem boðaði til fundarins.

 

Ágætis umræður voru á fundinum en það var mál manna að ekki eigi að gefa sér fyrirfram hvort eigi að sameina sveitarfélögin, heldur verði slík ákvörðun að byggjast á sterkum rökum. Einnig voru reifaðir möguleikar á aukinni samvinnu sveitarfélaganna.

 

Samþykkt var að fela héraðsráði Snæfellinga að koma með tillögu til sveitarstjórnanna um tilhögun könnunar á kostum og göllum sameiningar.