Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga fimmtudaginn 24. janúar, klukkan 20:00.

 

Allir velkomnir. Sérstaklega foreldrar/forráðamenn nemenda á grunn- og framhaldsskólaaldri.

 

Internetið: Jákvæð og örugg notkun barna og unglinga.

Fyrirlesari: Hafþór Barði Birgisson, tómstunda- og félagsmálafræðingur.

 

Fyrirlestur á vegum SAFT.

Efnistök: Internetið er frábær upplýsingaveita og tæki til samskipta en þar felast einnig ýmsar hættur sem mikilvægt er fyrir foreldra að þekkja og gera sér grein fyrir.

 

Til að foreldrar geti talað við börnin sín og leiðbeint þeim um öryggi og góða hegðun þurfa þeir að þekkja það umhverfi sem börnin eru í dags daglega. Leiðbeiningar um “umferðarreglur” á netinu eru því orðinn einskonar hluti af uppeldishlutverkinu. Fjallað verður um netið og nýmiðla og mikilvægi þeirra í lífi barna og unglinga.

 

 

Meðal annars verður rætt um:

 

A. Helstu notkunarleiðir og venjur barna og unglinga

B. Hvað nauðsynlegt er að hafa í huga til að netnotkun verði örugg og ánægjuleg

C. Hvernig foreldrar og kennarar geta rætt um jákvæða og örugga netnotkun við börn og unglinga

D. Sýnikennsla á nokkrum af þeim “verkfæra” sem ungt fólk notar.

Á fyrirlestrinum er einnig farið yfir siðferði á netinu, rafrænt einelti, netboðorðin, félagsnetsíður, friðhelgi einkalífsins, netvini, nettælingu og stiklað á stóru um kynslóðabilið