Nemendur í 7.-10. bekk hlustuðu á Halldór Björnsson í skólanum í morgun. Þar lagði hann áherslu á hvað þarf til að ná árangri í lífinu.

Halldór Björnsson þjálfari U-17 landsliðs karla í knattspyrnu er staddur í Grundarfirði í dag. Í morgun ræddi hann við nemendur í 7.-10. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar um hvað þarf til að ná árangri í íþróttum og lífinu almennt.

Í kvöld kl 20 verður Halldór með fyrirlestur í Sögumiðstöð þar sem hann fjallar um hvað þarf til að ná árangri í knattspyrnu, fyrirmyndir, undirbúning fyrir landsliðsæfingar og hæfileikamótun og fleira.

Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn og þá sérstaklega knattspyrnuiðkendur, foreldrar og þjálfarar.  

 

 

Halldór sýndi nemendum meðal annars hvað þarf til að komast úr meðalmennskunni í það að ná árangri.

 

 

Nemendur hlustuðu af athygli og áhuga á fyrirlestur Halldórs.