Á þessum fyrirlestri er lögð áhersla á detox (afeitrunar) mataræði og heilsusamlega lifnaðarhætti dags daglega.

Kenndar ýmsar aðferðir sem auðvelt er fyrir hvern og einn að tileinka sér og setja inn í sína daglegu rútínu sem stuðlar að því að viðhalda daglegu líkamlegu heilbrigði.

Einnig verður farið í aðferðir sem losa ykkur við löngun í alls konar óhollustu og sem auðveldar ykkur að viðhalda kjörþyngd.  

Að lokum verður sýnikennsla í að búa til holla sjeika og drykki.

 

Fjölbrautaskóla Snæfellinga

 2. mars kl. 19:00 til 21:00

Leiðbeinandi: Sólveig Eiríksdóttir hjá Himneskri hollustu

 

Skráningar: í síma 437 2390 eða með tölvupósti skraning@simenntun.is