Mættir aftur á æfingu: hluti slökkviliðs Grundarfjarðar, miðvikudaginn 3. júní 2020.
Mættir aftur á æfingu: hluti slökkviliðs Grundarfjarðar, miðvikudaginn 3. júní 2020.

Í kvöld mætti slökkvilið Grundarfjarðar á æfingu, í fyrsta sinn eftir að slakað var á takmörkunum á samkomuhaldi vegna Covid-19. 
Liðið mætir á reglubundnar æfingar í fyrstu viku hvers mánaðar, auk þess sem samæfingar og sérstök námskeið eru haldin um afmörkuð efni. 

Síðasta æfing liðsins fór fram miðvikudaginn 4. mars sl., en eins og hjá öðrum slökkviliðum voru gerðar sérstakar varúðarráðstafanir vegna sóttvarna, allt frá því í febrúar sl. Af þeim sökum var æfingum sleppt, en hefðbundinn viðbúnaður var þó að sjálfsögðu hjá liðinu þó æfingar lægju niðri. Gummi Reynis sá ennfremur um að "hreyfa" bílana og hafa þá í standi. 

Strákarnir voru léttir og kátir í grundfirsku kvöldlogninu og fóru í hefðbundin verkefni, að prófa bíla og annan búnað. Bæjarstjóri leit við í upphafi æfingar og tók meðfylgjandi mynd.