Guðmunda Hjartardóttir fékk afhenta fyrstu íbúðina í nýja raðhúsinu að Hrannarstíg 28 – 40 nú um helgina. Síðar í vikunni munu Ragnar Kristjánsson og Þórdís Gunnarsdóttir fá sína íbúð afhenta. Fyrirhugað er að þriðja íbúðin verði tilbúin um miðjan mánuðinn og tvær síðustu þann 15. maí næstkomandi. Þá verður eftir að ljúka frágangi lóðar og vinnu utanhúss sem áætlað er að verði lokið 1. júní.